Námskeið fyrir konur af erlendum uppruna

 

Ert þú kona af erlendum uppruna? Viltu auka hæfni og færni þína? Ertu að leita að starfi eða hefur þú hug á því að stofna fyrirtæki?

Vinnumálastofnun er einn þátttakanda af fjórum í Evrópuverkefni sem ber nafnið EMPOWER. Markmið verkefnisins er að þróa annarsvegar fræðsluefni fyrir konur af erlendum uppruna og hinsvegar fræðsluefni fyrir ráðgjafa og sjálfboðaliða sem vinna með konum af erlendum uppruna.

Með námskeiðinu gefst konum af erlendum uppruna tækifæri til að efla eigin hæfni og þróa starfshæfni sína og  auka möguleika sína á vinnumarkaði.   Þátttakendur fá einnig aðstoð við að þróa eigin viðskiptahugmynd ef hún er fyrir hendi.

Námskeiðið samanstendur af átta námsþáttum, þátttakendur fara í gegnum sjálfsskoðun og verða fjölbreyttar æfingar og verkefni hluti af þeirri rýni.  Námsefnið samanstendur einnig af námsþáttum sem efla styrkleika og seiglu til að takast á við nýjar áskoranir.  Skoðað verður hvaða úrræði eru fyrir hendi fyrir hópinn og farið verður í markmiðasetningu.

Námskeiðið hefst í janúar og stendur fram í febrúar en nánari dagsetningar má sjá í umsóknareyðublaðinu.   Einnig stendur þátttakendum til boða að taka þátt  í hæfnihringjunum þar sem tækifæri gefst til nánari umræðu um þau verkefni og vandamál sem hópurinn stendur frammi fyrir.

Pláss er fyrir 10 konur á námskeiðunum og 5 í hæfnihringjunum.

Samstarfsaðilar eru fjórir; Inova í Bretlandi, Vinnumálastofnun á Íslandi, KMOP á Grikklandi og SIF í Litháen en Inova stýrir verkefninu.

Starfsmenn EMPOWER hjá Vinnumálastofnun eru þær Ásdís Guðmundsdóttir,  Ingibjörg Ebba Björnsdóttir og Sigrún Elmers og gefa þær nánari upplýsingar.

asdis.gudmundsdottir@vmst.is

ingibjorg.bjornsdottir@vmst.is

sigrun.elmers@vmst.is

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Hægt er að sækja um þátttöku með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess www.empoweringwomen.eu

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s